HM í Katar hefst degi fyrr en áætlað var
HM í Katar mun hefjast degi fyrr en áætlað var, búið er að færa leik heimamanna í Katar gegn Ekvador fram á sunnudaginn 20. nóvember og verður hann því opnunarleikur mótsins.
Mótið átti að hefjast á mánudeginum með hinni viðureign A-riðils, leik Senegal og Hollands
Mótið átti að hefjast á mánudeginum með hinni viðureign A-riðils, leik Senegal og Hollands
Þessi breyting helst í við þá hefð að heimamenn eða ríkjandi meistarar spili opnunarleikinn.
Mótið fer fram 20. nóvember til 18. desember og verður sýnt beint á RÚV.
Hvernig verða leiktímarnir hér á Íslandi?
Klukkan í Katar er þremur tímum á undan okkur hér á Íslandi. Skoðum á hvaða tímum íslenskir fótboltaáhugamenn geta séð leiki mótsins:
Riðlakeppnin: Leikið verður 10:00, 13:00, 16:00 og 19:00 að íslenskum tíma í riðlakeppninni. Í lokaumferð riðlanna fara leikirnir fram klukkan 15:00 og 19:00.
Útsláttarkeppnin: Í 16-liða úrslitum og 8-liða úrslitum verður leikið 15:00 og 19:00. Undanúrslitaleikirnir verða á þriðjudags- og miðvikudagskvöldi og hefjast báðir klukkan 19.
Laugardaginn 17. desember klukkan 15 verður leikið um bronsverðlaun og úrslitaleikurinn verður klukkan 15 sunnudaginn 18. desember, á þjóðhátíðardegi Katar.
Svona eru staðfestir riðlar á HM í Katar:
A-riðill:
Katar
Holland
Senegal
Ekvador
B-riðill:
England
Bandaríkin
Íran
Wales
C-riðill:
Argentína
Mexíkó
Pólland
Sádi-Arabía
D-riðill:
Frakkland
Danmörk
Túnis
Ástralía
E-riðill:
Spánn
Þýskaland
Japan
Kosta Ríka
F-riðill:
Belgía
Króatía
Marokkó
Kanada
G-riðill:
Brasilía
Sviss
Serbía
Kamerún
H-riðill:
Portúgal
Úrúgvæ
Suður-Kórea
Gana
Athugasemdir