Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. september 2019 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Beckham reynir að fá Messi til Inter Miami
David Beckham í baráttunni við Lionel Messi
David Beckham í baráttunni við Lionel Messi
Mynd: EPA
David Beckham, einn af eigendum Inter Miami í MLS-deildinni, er að undirbúa sig undir viðræður við argentínsku stórstjörnuna Lionel Messi en bandarískir miðlar greina frá þessu.

Messi, sem er 32 ára gamall, hefur leikið allan sinn feril með Barcelona, en hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins og hefur þá fimm sinnum verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims.

Samningur Messi rennur út árið 2021 en er þó með klásúlu sem leyfir honum að fara frítt eftir þetta tímabil.

Bandaríska félagið Inter Miami ætlar að reyna við Messi en félagið hefur leik í MLS-deildinni á næsta tímabili.

Mörg stór nöfn hafa verið orðuð við félagið en þar má nefna Edinson Cavani, Luis Suarez og Antoine Griezmann en Messi er nú á radarnum hjá Miami-liðinu.

Í mars var Beckham spurður út í möguleikann á að fá Messi til Inter Miami en hann vildi ekki útiloka það.

Barcelona vill þó auðvitað halda Messi og stefnir félagið á að ræða við hann á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner