Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
banner
   fös 10. október 2025 11:35
Elvar Geir Magnússon
Tillaga um bjórsölu - „Ber að hrósa UMFÍ fyrir að gangast við raunveruleikanum“
Úr stúkunni á Víkingsvelli.
Úr stúkunni á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas Þór á vellinum.
Tómas Þór á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sambandsþing UMFÍ fer fram um helgina og þar liggur fyrir tillaga frá stjórn varðandi áfengissölu á íþróttakappleikjum. Sett eru fram leiðbeinandi tilmæli um hvernig áfengissölu skuli háttað.

„Í þeim tilgangi að tryggja að upplifun allra gesta verði sem best og stuðla að sátt ríki um ólíka þjónustuþætti og tekjuöflun félaganna, er mikilvægt að komið sé til móts við ólíka hópa stuðningsmanna," segir í tillögunni sem hægt er að lesa hérna í heild sinni.

Mælst er til þess að áfengissalan verði afmörkuð á leikjum, boðið sé upp á fjölskyldusvæði þar sem meðhöndlun áfengis er bönnuð og gæsla vel skipulögð.

Tómas Þór Þórðarson, fjölmiðlamaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir tillöguna óvænta en „hressandi að sjá“.

„Þessar tillögur eru ekki stappfullar af forræðishyggju eða neikvæðni heldur virðist stjórn UMFÍ algjörlega meðvituð um hversu mikilvægur þessi tekjustofn er orðinn fyrir félögin og þá áttar sambandið sig á að íþróttahreyfingin er að reka viðburðaþjónustu þegar kemur að meistaraflokksleikjum," skrifar Tómas í stuttum pistli á Facebook.

„Það ber að hrósa stjórn UMFÍ fyrir að gangast við raunveruleikanum og frelsinu og standa með íþróttafélögunum í landinu. Hvet ég því alla með seturétt á þinginu um helgina að samþykkja þessa tillögu."
Athugasemdir