Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. nóvember 2019 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu þegar Guardiola þakkaði dómurunum eftir leik
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virtist ekki vera sáttur með dómara leiksins í 3-1 tapinu gegn Liverpool í kvöld.

City-menn voru ósáttir með fyrsta markið sem Fabinho skoraði.

Leikmenn Manchester City vildu fá vítaspyrnu skömmu áður er Trent Alexander-Arnold handlék knöttinn.

Liverpool fór í sókn og þar skoraði Fabinho með skoti af löngu færi í vinstra hornið.

Guardiola var svo ósáttur við það síðar í leiknum að fá ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór aftur í hendi Alexander-Arnold innan teigs. Hann trylltist á hliðarlínunni.

Eftir leikinn fór hann upp að dómurunum og þakkaði þeim innilega fyrir. Hvort hann hafi meint það er annað mál.

Smelltu hér til að sjá myndband.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner