Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. nóvember 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög eðlilegt að Vanda ræði við landsliðshópinn
Icelandair
Vanda Sigurgeirsdóttir
Vanda Sigurgeirsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, ætlar að ræða við leikmenn íslenska karlalandsliðsins í þessu landsliðsverkefni. Íslenski hópurinn er staddur í Rúmeníu og undirbýr sig fyrir leik gegn heimamönnum á fimmtudag.

Starfshópur sem KSÍ lét saman skilaði til sambandsins tillögum á dögunum og þar meðal annars lagt til að landsliðsfólk skrifi undir samning sem tekur mið af siðareglum.

Kynntu þér málið:
Landsliðsfólk á að skrifa undir samning um siðareglur

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson var spurður á fréttamannafundi í gær út í þessi mál.

Vanda hefur sagst ætla tala við hópinn, ræða málin og mögulega verða leikmenn látnir skrifa undir einhverja pappíra. Hvað finnst þér um það?

„Ég veit ekki nógu mikið um þau mál. Þetta eru held ég einhverjar ráðleggingar frá ákveðnum vinnuhópum. Ég held að það hafi ekki verið teknar neinar ákvarðanir um undirritanir á einhverju. Það að formaðurinn ræði við hópinn þegar hún kemur hingað er mjög eðlilegt. Í öllum ferðum sem ég hef verið í, þar sem formaður KSÍ mætir þá hefur verið eðlilegt að hann segi nokkur vel valinn orð," sagði Arnar.

Albert Guðmundsson, leikmaður landsliðsins, sat einnig fyrir svörum og var spurður hvort hann væri búinn að setjast niður með henni.

„Nei, ég er ekki ennþá búinn að hitta á hana en mér skilst að hún ætlaði að setjast niður með okkur og ræða ýmis mál - ég veit ekki um hvað," sagði Albert.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner