Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 05. nóvember 2021 09:20
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsfólk á að skrifa undir samning um siðareglur
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ leiðir þá vinnu að taka til hjá KSÍ eftir bylgju af fréttum af meintum ofbeldis- og kynferðisbrotum landsliðsmanna.
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ leiðir þá vinnu að taka til hjá KSÍ eftir bylgju af fréttum af meintum ofbeldis- og kynferðisbrotum landsliðsmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Starfshópur sem KSÍ lét setja saman til að leiða vinnu með utanaðkomandi fagaðilum til að endurskoða öll viðbrögð við kynferðisbrotum og ofbeldi innan fótboltahreyfingarinnar hefur lokið sinni vinnu.

Hópurinn hefur skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. Stjórn KSÍ fer nú yfir tillögurnar og vinnur með þeim á næstu vikum og mánuðum.

Hægt er að sjá tillögurnar með því að smella hérna en þar er meðal annars lagt til að landsliðsfólk skrifi undir samning sem tekur mið af siðareglum.

Þá er lagt til að leikmannasamningar innihaldi ákvæði varðandi ofbeldisbrot, m.a. að leikmenn skuldabinda sig til að upplýsa um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. Það á við um samninga leikmanna í meistaraflokkum og landsliðum.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ hefur sagt að ekki sé rétt að leikmenn séu valdir í landsliðið á meðan hugsanleg of­beld­is- eða kyn­ferðis­brot­mál þeirra séu í skoðun. Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa ekki verið valdir í landsliðið í síðustu gluggum.

KSÍ hefur fengið á sitt borð sögur um meint brot landsliðsmanna og í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi er tekið fram að nýtt erindi hafi verið fært í svokallaða trúnaðarbók.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner