Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. desember 2019 09:46
Elvar Geir Magnússon
PSG reynir að fá Mane - United vill Eriksen
Powerade
Sadio Mane, leikmaður Liverpool.
Sadio Mane, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
City vill varnarmanninn Ake.
City vill varnarmanninn Ake.
Mynd: Getty Images
Mane, McTominay, Solskjaer, Eriksen, Emery og fleiri í slúðurpakkanum. BBC tók saman.

Paris St-Germain gæti reynt að fá senegalska vængmanninn Sadio Mane (27) í sumar ef brasilíski sóknarmaðurinn Neymar yfirgefur félagið. (France Football)

Manchester United er að íhuga að færa skoska miðjumanninum Scott McTominay (23) nýjan samning upp á 60 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Everton heyrði hljóðið í Unai Emery, fyrrum stjóra Arsenal, og kannaði áhuga hans á að taka við liðinu. (Sky Sports)

Manchester United mun skoða möguleika á að fá Christian Eriksen (27) frá Tottenham í janúar en það er samkeppni um leikmanninn. (90 min)

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, segir að hurðin sé alltaf opin ef Pep Guardiola vill snúa aftur. (La Repubblica)

Spænsku meistararnir hafa haft samband við Inter og spurt um argentínska sóknarmanninn Lautaro Martínez (22) sem er með riftunarákvæði upp á 93 milljónir punda. (Sport)

Arsenal fær samkeppni frá Inter og Juventus um varnarmanninn Chris Smalling (30) sem er hjá Roma á lánssamningi frá Manchester United. (Mirror)

Manchester City hefur áhuga á hollenska varnarmanninnum Nathan Ake (24) hjá Bournemouth í janúarglugganum. (Sky Sports)

Newcastle og Bournemouth eru að fylgjast með Jarrod Bowen (22), sóknarmanni Hull City. (90 min)

Bologna hefur haft samband við tvö ensk úrvalsdeildarfélög vegna ítalskra sóknarmanna; Patrick Cutrone (21) hjá Wolves og Moise Kean (19) hjá Everton. (Le Repubblica)

Stjórnarformaður Bologna segir ljóst að Zlatan Ibrahimovic (38) komi ekki til félagsins. Hann segir að Svíinn hafi tekið aðra ákvörðun um næsta áfangastað sinn. (Mail)

Rafael Benítez, stjóri Dalian Yifang, hefur útilokað endurkomu í ensku úrvalsdeildina á næstunni. (Sky Sports)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, ætlar að fara varlega í að eyða peningum í janúar eftir að kaupbanni Chelsea var aflétt. (Evening Standard)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki þurfa að bæta við leikmannahóp sinn í janúarglugganum þrátt fyrir meiðsli varnarmanna. (Mirror)

Ahmet Nur Cebi, forseti Besiktast í Tyrklandi, útilokar að kaupa tyrkneska sóknarmanninn Cenk Tosun (28) frá Everton. (Hayatta Besiktas)

Erling Braut Håland (19), norski sóknarmaðurinn hjá Red Bull Salzburg, segir að umræða um framtíð hans sé ekki truflandi. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner