Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 10. desember 2023 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche ekki ósammála Pochettino: Mikilvægast að finna leið til að sigra
Everton hefur verið við stjórnvölinn hjá Everton í tæpt ár.
Everton hefur verið við stjórnvölinn hjá Everton í tæpt ár.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sean Dyche svaraði spurningum fréttamanna eftir flottan 2-0 sigur Everton á heimavelli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Dyche segist ekki vera ósammála skoðun Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóra Chelsea, um að Chelsea hafi verið betra liðið í leiknum. Hann tekur þó fram að það mikilvægasta í fótbolta er að finna leið til að sigra.

   10.12.2023 18:32
Pochettino: Við stjórnuðum leiknum - Misstum þrjá menn í meiðsli


„Ég er ekki ósammála (Pochettino), en að mínu viti er það mikilvægasta í fótbolta að finna mismunandi leiðir til að sigra leiki. Í dag þurftum við að leggja allt í sölurnar gegn verulega sterkum andstæðingum," sagði Dyche að leikslokum.

„Við höfum verið að spila vel á tímabilinu og hugarfar leikmanna er virkilega gott. Þetta snýst ekki bara um byrjunarliðið heldur snýst þetta um allan leikmannahópinn, strákarnir sem eru ekki fastir byrjunarliðsmenn eru stór partur af ástæðunni á bakvið þessa velgengni."

Dyche var að lokum spurður út í Abdoulaye Doucouré sem hefur verið frábær á miðjunni hjá Everton.

„Hann hefur verið til fyrirmyndar síðan ég tók við stjórnartaumunum hér. Hann er ótrúlega mikill vinnuþjarkur sem leggur allt í sölurnar fyrir liðið sitt og liðsfélagana. Við erum stoltir að vera með leikmenn eins og hann innan félagsins."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner