Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   sun 10. desember 2023 12:45
Aksentije Milisic
McGinn bannar eitt orð í búningsklefa Aston Villa
McGinn.
McGinn.
Mynd: EPA

Aston Villa vann frábæran sigur á Arsenal í gær á Villa Park í Birmingham og hefur liðið nú sigrað bæði Arsenal og Manchester City í sömu vikunni.


Unai Emery hefur verið að gera stórkostlega hluti með Villa en liðið var að vinna sinn fimmtánda heimaleik í röð, hvorki meira né minna. Villa er nú tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool þegar sextán umferðir eru búnar af ensku úrvalsdeildinni.

„Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir af deildinni. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið oft í þessari stöðu. Við erum bara byrjendur og við verðum að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram," sagði fyrirliðinn McGinn.

„Ég ætla að banna T-orðið í klefanum," sagði McGinn léttur og vísaði þar í orðið titilbarátta.

Næsti deildarleikur Aston Villa er á útivelli á móti Brentford.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner
banner