Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   lau 11. janúar 2014 11:57
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið: Blikar byrja af krafti
watermark Árni skoraði tvö.
Árni skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 2 - 4 Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson
0-2 Davíð Kristján Ólafsson
1-2 Hörður Sveinsson
1-3 Árni Vilhjálmsson
1-4 Stefán Þór Pálsson
2-4 Theodór Guðni Halldórsson

Breiðablik hóf Fótbolta.net mótið af krafti með 4-2 sigri á Keflavík í Reykjaneshöllinni í dag.

Árni Vilhjálmsson fyrir Breiðablik og þeir Davíð Kristján Ólafsson og Stefán Þór Pálsson skoruðu sitt markið hvor. Davíð og Stefán eru báðir fæddir árið 1995 en sá síðarnefndi var í láni hjá Grindavík í fyrra.

Blikar voru sterkari í leiknum í dag en þeir leiddu 3-1 í hálfleik og komust í 4-1 áður en varamaðurinn Theodór Guðni Halldórsson lagði stöðuna fyrir Keflavík undir lokin.

Skoski vinstri bakvörðurinn Jordan Halsman spilaði með Blikum í dag en hann er á reynslu hjá liðinu. Halsman spilaði með Fram í fyrra.

Ísleifur Guðmundsson lék í vörn Keflvíkinga en hann hefur spilað með Njarðvíkingum undanfarin ár.

Smelltu hér til að sjá leikskýrsluna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner