Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. mars 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Llorente: Vorum að berjast fyrir lífum okkar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leikmenn Atletico Madrid voru kátir eftir sigur gegn Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Atletico vann fyrri leik liðanna 1-0 á heimavelli og átti erfitt verkefni fyrir höndum sér á Anfield. Lærisveinar Diego Simeone lentu undir á 43. mínútu en náðu að halda út og knýja framlengingu þrátt fyrir mikinn sóknarþunga Liverpool.

Miðjumaðurinn Marcos Llorente kom inn af bekknum á 56. mínútu leiksins og reyndist hetja Atletico í framlengingunni, þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp.

„Það eru engin takmörk fyrir hversu mikið við getum kvalist. Við vorum að berjast fyrir lífum okkar. Þegar við erum allir á sömu bylgjulengd geta magnaðir hlutir gerst," sagði Llorente, sem stóð uppi sem maður leiksins.

Kieran Trippier, fyrrum leikmaður Tottenham, var í liði Atletico og tjáði sig einnig að leikslokum.

„Við vissum að þetta yrði erfitt, Liverpool er mjög sterkt lið á heimavelli. Við vissum að við myndum fá færi til að skora og sem betur fer þá nýttum við þau, það skóp sigurinn.

„Diego SImeone er frábær þjálfari, það er unun að fá að læra af honum á hverjum degi."

Athugasemdir
banner