Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. mars 2020 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Atletico sló Liverpool úr leik á Anfield
Mynd: Getty Images
Llorente kom inn af bekknum. Hann skoraði tvö og lagði eitt upp í framlengingunni og er nú kominn með fimm mörk á ferlinum - þrjú fyrir Atletico og tvö fyrir Real Madrid.
Llorente kom inn af bekknum. Hann skoraði tvö og lagði eitt upp í framlengingunni og er nú kominn með fimm mörk á ferlinum - þrjú fyrir Atletico og tvö fyrir Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Liverpool 2 - 3 Atletico Madrid (2-4 samanlagt)
1-0 Georginio Wijnaldum ('43)
2-0 Roberto Firmino ('93)
2-1 Marcos Llorente ('97)
2-2 Marcos Llorente ('105)
2-3 Alvaro Morata ('121)

Liverpool er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir dramatískan leik gegn Atletico Madrid á Anfield.

Liverpool tapaði fyrri leik liðanna 1-0 í Madríd og jafnaði viðureignina með marki á heimavelli, þegar Georginio Wijnaldum skallaði knöttinn í netið á 43. mínútu.

Liverpool herjaði á mark Atletico en tókst ekki að gera sigurmarkið og því var flautað framlenginguna á. Eftir nokkrar mínútur tókst Roberto Firmino að skora laglegt mark. Hann skallaði boltann í stöngina og gerði vel að fylgja eftir með marki.

Marcos Llorente var snöggur að svara með mikilvægu útivallarmarki eftir skelfileg mistök Adrian sem tókst ekki að hreinsa boltann frá marki. Hann gaf boltann á Joao Felix, sem kom knettinum á Llorente sem skoraði framhjá illa staðsettum Adrian.

Eftir þetta mark var staðan 2-2 í viðureigninni og Atletico á leið áfram á útivallarmörkum.

Llorente lék á alls oddi í framlengingunni og skoraði annað mark rétt fyrir hálfleik. Hann fékk þá boltann frá Alvaro Morata í skyndisókn, lagði hann fyrir sig og skoraði með skoti utan teigs.

Heimamenn reyndu að svara fyrir sig. Fabinho, Divock Origi og Takumi Minamino komu inn af bekknum en náðu ekki að skora.

Gestirnir frá Madríd voru ekki búnir og skoraði Morata þriðja og síðasta mark þeirra á Anfield í kvöld eftir skyndisókn.

Atletico er því komið áfram í 8-liða úrslit. Liverpool er úr leik ásamt Tottenham, en þessi ensku úrvalsdeildarfélög mættust óvænt í úrslitaleik keppninnar í fyrra.

Chelsea virðist einnig vera á leið úr keppninni eftir tap gegn Bayern en Manchester City er í góðri stöðu eftir sigur gegn Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner