mið 11. mars 2020 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: PSG áfram - Liverpool í framlengingu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir góðan 2-0 sigur gegn Borussia Dortmund.

Neymar gerði fyrsta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu á 28. mínútu og hermdi eftir fagni Erling Braut Haaland úr fyrri viðureign liðanna.

Ahcraf Hakimi og Mats Hummels gerðust sekir um slakan varnarleik í hornspyrnunni og fékk Neymar frían skalla af stuttu færi.

Juan Bernat tvöfaldaði forystu heimamanna fyrir leikhlé þegar hann kom tánni í fasta fyrirgjöf Pablo Sarabia.

Gestirnir frá Dortmund tóku við sér í síðari hálfleik en náðu ekki að skora útivallarmarkið mikilvæga og eru úr leik.

Undir lok leiksins brutust út átök á milli leikmanna. Emre Can fékk tvö gul spjöld fyrir að brjóta fyrst á Neymar og hrinda honum síðan í jörðina. Neymar, Angel Di Maria og Marquinhos fengu allir gult spjald fyrir sinn þátt í átökunum sem brutust út í kjölfarið.

PSG 2 - 0 Dortmund (3-2 samanlagt)
1-0 Neymar ('28)
2-0 Juan Bernat ('45)
Rautt spjald: Emre Can, Dortmund ('89)

Liverpool var þá við stjórn gegn Atletico Madrid og skoraði Georginio Wijnaldum með skalla eftir góða fyrirgjöf Alex Oxlade-Chamberlain á 43. mínútu.

Heimamenn voru óheppnir að bæta ekki við marki og átti Jan Oblak stórleik á milli stanga Atletico.

Gestirnir fengu færi til að skora mikilvægt útivallarmark en tókst ekki og staðan 1-1 eftir 180 mínútur. Leikurinn er því kominn í framlengingu.

Liverpool 1 - 0 Atletico Madrid (1-1 samanlagt)
1-0 Georginio Wijnaldum ('43)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner