Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 10:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki til leikmaður á Íslandi sem ég myndi skipta honum út fyrir"
Elmar Atli Garðarsson.
Elmar Atli Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ekki til betri fyrirmynd á Íslandi," sagði Sigurgeir Sveinn Gíslason, fyrrum leikmaður Vestra, í Niðurtalningunni á dögunum. Hann var þar að ræða um Elmar Atla Garðarsson, fyrirliða Vestra.

Elmar Atli er mikill liðsmaður en hann hefur fengið mikið hrós að undanförnu eftir að hann fylgdi liðsfélaga sínum, Sergine Modou Fall, á sjúkrahús eftir bílveltu.

Elmar er í afar miklum metum hjá Vestra en hann hefur spilað allan sinn feril hjá félaginu.

„Elmar Atli er lykilmaður. Það er ekki til leikmaður á Íslandi sem ég myndi skipta honum út fyrir. Hann er algjört hjarta í liðinu," sagði íþróttafréttamaðurinn Aron Guðmundsson í Niðurtalningunni.

Þessi öflugi varnarmaður fór í viðtal fyrir tímabilið þar sem hann talaði um það hvað Vestri skipti sig miklu máli. „Það eru kannski ekki margir sem hafa spilað svona lengi hérna. Manni þykir rosalega vænt um þetta félag. Þetta er í raun bara eitt af börnunum, bara þannig dæmi. Ég myndi gera hvað sem er fyrir félagið og ef það þarf að gera eitthvað, þá er ég fyrsti maður til að stökkva til og hjálpa," sagði Elmar en hægt er að hlusta á Niðurtalninguna hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner