Í kvöld hefst keppni í 4. deild karla en deildin er með nýju sniði í ár. Í staðinn fyrir að leikið sé í mörgum riðlum þá er bara ein tíu liða deild sem tvö lið munu fara upp úr. Í ár er einnig leikið í 5. deild þar sem leikið er í tveimur níu liða riðlum.
Það eru þrír leikir í 4. deild í kvöld en við á Fótbolta.net fengum alla þjálfara deildarinnar til að spá í spilin fyrir tímabilið. Þjálfararnir skiluðu spá þar sem þeir settu lið deildarinnar í sæti 1-9 en slepptu sínu liði.
Út frá því var reiknuð þessi spá sem má sjá hér að neðan. Samkvæmt spánni þá fer KFK úr Kópavogi upp úr deildinni ásamt Knattspyrnufélagi Hlíðarenda. Árborg rétt missir af því að komast upp ef spáin rætist.
Niðurstaðan í spá þjálfara:
1. KFK - 77
2. KH - 66
3. Árborg - 61
4. Tindastóll - 52
5. Vængir Júpiters - 50
6. Uppsveitir - 48
7. Skallagrímur - 34
8. KÁ - 27
9. Álftanes - 19
10. Hamar - 16
Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig fyrsta umferð deildarinnar lítur út en líkt og áður segir hefst deildin í kvöld.
fimmtudagur 11. maí
19:15 KFK-Vængir Júpiters (Fagrilundur - gervigras)
19:15 KH-Álftanes (Valsvöllur)
20:15 Árborg-KÁ (JÁVERK-völlurinn)
föstudagur 12. maí
19:15 Hamar-Skallagrímur (Grýluvöllur)
laugardagur 13. maí
15:00 Tindastóll-Uppsveitir (Sauðárkróksvöllur)
Athugasemdir