Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. júní 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
„Það mætti segja að Laugardalsvöllur sé ógeðslegur"
Laugardalsvöllur var til umræðu í Brennslunni.
Laugardalsvöllur var til umræðu í Brennslunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Atli.
Kjartan Atli.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þeir félagar í Brennslunni, morgunútvarpsþættinum á FM957 fóru yfir aðstöðuna á Laugardalsvellinum í þætti sínum í morgun.

Kjartan Atli Kjartansson einn af þáttastjórnendum þáttarins sagði frá því að hann hafi farið á landsleikinn gegn Albaníu á laugardaginn. Í þættinum fór hann yfir nokkur dæmi sem hann átti hreinilega ekki orð yfir. Hjörvar Hafliðason og Ríkharð Óskar Guðnason voru með honum í þættinum og fóru yfir þetta með Kjartani.

100 sinnu meiri skemmtun á leik í MLS
„Nú er mjög stutt síðan við feðginin fórum saman á leik með Orlando City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Hjörvar hefur einnig farið á leik með Orlando City, þannig hann veit hvað ég er að tala um. Einhvern veginn höfum við Íslendingar gert lítið úr því hvað Kaninn veit ekkert um fótbolta. Að fara á leik með Orlando City, einhverju liði í MLS-deildinni er svona 100 sinnum meiri skemmtun, nú er ég að tala um það sem er utan leiksins, en að fara á leik með íslenska landsliðinu," sagði Kjartan Atli í upphafi umræðunnar og Hjörvar Hafliðason tók undir þau orð.

„Alls staðar þar sem þú bætir aðstöðu fyrir áhorfendur þá mæta fleiri. Ef leikdags-upplifunin er betri þá mæta fleiri. Til að mynda er fræði í þessu lífi (e. stadium management). Það er eitthvað sem við kunnum ekki. Það mætti segja með fullri virðingu fyrir Laugardalsvellinum að hann sé ógeðslegur. Þegar þú skoðar austurstúkuna, stúkuna sem er nær Valbjarnarvelli. Þið sem hafið verið í henni, veitingasalan og aðbúnaður þar, til að athafna sig í hálfleik og fyrir leik er hræðileg," sagði Hjörvar og þá tók Kjartan Atli við orðinu.

Ekki pælt í neinu
Kjartan sat í gömlu Sýnar-stúkunni hliðin á Tólfunni, stuðningsmannsveit íslenska landsliðsins.

„Þarna beint fyrir aftan eru klósett. Þar er svona 2,5 - 5 metrar frá því þú kemur úr stúkunni þangað til þú kemur að húsi, sem gæti verið viðbygging við Háskóla Íslands, byggð 1911 þar sem eru klósett. Allir sem eru í röð inn á klósettin, teppa alla þá sem eru að reyna komast í veitingasöluna," sagði Kjartan og byrjar að tala um veitingasöluna á vellinum.

„Þar eru ekki raðir. Ef þetta væri í öðrum löndum þá væri búið að hólfa þetta niður og setja band þar sem þú labbar í svona "L" eins og þetta væri snákaspil. Til að röðin haldi en ekki eins og hún sé einhversstaðar," sagði Kjartan og bætti við að það væri ekki pælt í neinu.

„Það var ekki hægt að kaupa Pepsi Max eða Coke Zero. Það var bara Coke eða Sódavatn. Það voru hamborgar seldir úr einhverjum hitakassa. Pizzusneiðar sem er svona svipað og er á deildarleikjum."

Kostaði milljónir dollara
Næst tók Hjörvar til máls í umræðunni og talaði um að völlurinn væri ekki einungis rusl fyrir áhorfendur.

„Það er ekki einu sinni hægt að taka upp leiki sem beinir myndavélinni að stóru stúkunni. Þeir gleymdu að gera ráð fyrir því. Þú verður að átta þig á því að það var einn félagi minn frá Wales sem kom á leik gegn Sviss síðasta haust. Hann var að hlæja af þessum velli, honum fannst hann svo krúttlegur. Ég sagði: Þú getur alveg hlegið að honum og fundist hann krúttlegur en aðalstúkan hérna kostaði fullt af milljónum dollara. Við borguðum milljónir dollara fyrir þessa stúku og hún gerir ekki neitt fyrir neinn. Þetta er eitthvað glerhýsi og það urðu engar breytingar á vellinum."

Næst minntist Kjartan Atli á stigatöfluna.

„Ég hringdi í Hjörvar eftir leik og vorum að ræða þetta. Við vorum að skipast á að gera lítið úr þessari töflu. Við búum í einu tæknivæddasta landi í heimi þar sem netnotkun er hvergi meiri miðað við höfðatölu. Við erum með skjá sem á að vera einhver digital skjá. Það vantar panela í hann. Það var verið að heiðra minningu Lennart Johansson fyrir leik. Það voru svona svartir blettir á andlitinu á honum, þvílíkt disrespect," sagði Kjartan en Hjörvar bætti við að það væri nú eitthvað við steypuklumpinn sem stigataflan stendur á, sem hann elskar.

„Þetta minnir mig nefnilega svo mikið á þjóðarleikvanginn í Zimbabwe. Á tíma kommúnismans þar sem þetta hafi verið gefið til Zimbabwe og þetta standi upp á einhverju."

Umræðan um Laugardalsvöllinn er langt í frá lokið hjá strákunum i Brennslunni en næst fóru þeir að ræða búningsklefann og Hjörvar minntist á þegar Manchester City kom til landsins og lék æfingaleik gegn West Ham. Þar segir Hjörvar að Pep Guardiola hafi verið að tala við sína leikmenn hjá City minnt leikmenn á að svona búningsklefa gætu leikmennirnir lent í, gegn neðri deildarliðum á Englandi í bikarkeppninni.

Hægt er að hlusta á umræðuna í Brennslunni. Umræðan hefst 1:23:00.
Athugasemdir
banner
banner