Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 11. júní 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Breiðablik hefur verið á miklu flugi," sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Byrjunin var erfið en mér fannst við komast vel inn í leikinn eftir það. Seinni hálfleikurinn var frábær að því leyti að við náðum inn markinu sem við töluðum um í leikhléinu. Við fengum færi en svo fannst mér vítið alltof mjúkt. Ég held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda. Við vorum 3-1 undir og vorum komin aftur inn í leikinn."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Glenn var ánægður með baráttuna í seinni hálfleiknum en hvernig útskýrir hann byrjunina á leiknum þar sem Keflavík lenti 3-0 undir eftir 17 mínútur?

„Við vorum sofandi í föstum leikatriðum. Ef það er ekki kveikt á þér í þessum augnablikum gegn Breiðabliki þá er þér refsað," sagði hann.

Honum fannst Keflavík eiga möguleika á því að komast aftur inn í leikinn eftir að þær náðu inn marki snemma í seinni hálfleik.

„Já, klárlega. Maður fann það og stelpurnar fundu það. Þetta er synd, mikil synd," sagði Glenn. „Okkur fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Þetta er stór ákvörðun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner