Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 11. júlí 2019 21:31
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Jafnt í nágrannaslag - Öruggur sigur Selfyssinga
Kenan Turudija skoraði fyrir Selfyssinga
Kenan Turudija skoraði fyrir Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld en Selfoss valtaði yfir Kára, 4-0, á meðan Leiknir F. og Fjarðabyggð gerðu jafntefli í nágrannaslag.

Leiknir F. hefur verið í toppbaráttu í byrjun tímabils og var að mæta nágrönnum sínum í Fjarðabyggð. Arkadiusz Jan Grzelak kom Leiknir yfir á 16. mínútu áður en Jose Luis Vidal Romero jafnaði metin. Gonzalo Bernaldo Gonzalez kom þá Fjarðabyggð yfir í byrjun síðari hálfleiks.

Júlíus Óli Stefánsson fékk að líta beint rautt spjald á 82. mínútu leiksins fyrir að brjóta á Dani Garcia. Hann ákvað að taka vítið sjálfur og jafnaði metin, 2-2. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur 2-2.

Leiknir er í toppsætinu með 22 stig en Fjarðabyggð með 17 stig í fimmta sæti.

Selfoss tókst þá að halda í við Leikni með því að vinna Kára 4-0 á JÁVERK-vellinum. Adam Örn Sveinbjörnsson kom Selfyssingum á bragðið á 41. mínútu og bætti Ingi Rafn Ingibergsson við marki undir lokin á fyrri hálfleiknum.

Það kom annar svipaður kafli í byrjun síðari hálfleiks. Kenan Turudija skoraði á 52. mínútu og sjö mínútum síðar gerði Þór Llorens Þórðarson fjórða og síðasta mark leiksins. Selfoss því með 20 stig í 2. sæti deildarinnar en Kári í 11. sæti með 11 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Leiknir F. 2 - 2 Fjarðabyggð
1-0 Arkadiusz Jan Grzelak ('16 )
1-1 Jose Luis Vidal Romero ('44 )
1-2 Gonzalo Bernaldo Gonzalez ('46 )
2-2 Daniel Garcia Blanco ('84 , víti)
Rautt spjald:Júlíus Óli Stefánsson, Fjarðabyggð ('82)

Selfoss 4 - 0 Kári
1-0 Adam Örn Sveinbjörnsson ('41 )
2-0 Ingi Rafn Ingibergsson ('45 )
3-0 Kenan Turudija ('52 )
4-0 Þór Llorens Þórðarson ('59 )
Athugasemdir
banner
banner
banner