lau 11. júlí 2020 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho: Ég mun vinna titla áður en ég yfirgef Tottenham
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham á Englandi, er viss um að hann geti unnið titla með liðinu áður en hann yfirgefur félagið.

Mourinho tók við Tottenham í nóvember eftir af Mauricio Pochettino var rekinn frá félaginu en Mourinho er einn sigursælasti þjálfari heims.

Hann hefur unnið titla með öllum liðum sem hann hefur þjálfað og er hann handviss um að honum takist það hjá Tottenham.

„Hvað tók það langan tíma fyrir Jürgen Klopp að vinna titil með Liverpool? Það tók fjögur ár, fjögur tímabil," sagði Mourinho.

„Hann keypti einn besta markvörð heims og einn besta miðvörð heims og svo framvegis. Ég er með fulla einbeitingu á þessum þriggja ára samning hjá Tottenham og ég hef trú á því að ég geti unnið titla á þessum þremur árum."

„Ef það tekst ekki en félagið vinnur titla eftir að ég er farinn þá yrði ég ánægður með það líka,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner