Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. ágúst 2020 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Breiðablik kallar Stefán Inga til baka frá Grindavík (Staðfest)
Stefán Ingi Sigurðarson er farinn aftur til Breiðabliks
Stefán Ingi Sigurðarson er farinn aftur til Breiðabliks
Mynd: Grindavík
Breiðablik hefur ákveðið að kalla Stefán Inga Sigurðarson til baka frá Grindavík en knattspyrnudeild Grindavíkur greinir frá þessu á Facebook í kvöld.

Stefán Ingi, sem er fæddur árið 2001, skoraði í 3-2 sigri Blika á Keflavík í lok júní áður en hann var lánaður til Grindavíkur. Hann spilaði sex leiki fyrir Grindvíkinga í Lengjudeildinni og skoraði þrjú mörk.

Hann hafði ákveðið fyrir tímabilið að halda í nám til Bandaríkjanna í haust en það varð þó ekkert úr því vegna kórónuveirunnar.

Grindavík óskaði eftir því að halda honum á láni út tímabilið en Breiðablik ákvað hins vegar að kalla hann til baka og lýkur hann því tímabilinu með Blikum.

Stefán á 14 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur hann gert þrjú mörk í þeim leikjum.
Athugasemdir
banner
banner