Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fim 11. ágúst 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema orðinn næstmarkahæstur í sögu Real Madrid

Karim Benzema skoraði í 2-0 sigri Real Madrid gegn Eintracht Frankfurt í úrslitaleik Ofurbikars Evrópu í gærkvöldi.


Þetta var 324. mark Benzema fyrir félagið og er hann þar með orðinn næstmarkahæsti leikmaður í sögu þess, með einu marki meira heldur en spænska goðsögnin Raúl.

Hinn 34 ára gamli Benzema, sem verður 35 ára í desember, er þó enn langt frá markameti Cristiano Ronaldo og mun líklegast aldrei jafna það. Ronaldo skoraði 450 mörk á tíma sínum hjá Real Madrid - í 438 leikjum. Ótrúleg tölfræði.

Thibaut Courtois varði mark Real í úrslitaleiknum og hélt hreinu. Þetta var fjórði úrslitaleikur Courtois með Real innan Evrópu og hefur honum tekist að halda hreinu í öllum fjórum leikjunum. 

Í þessum fjórum leikjum varði Courtois 19 skot og var sérstaklega mikilvægur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool í sumar.

Ekki er talið með úrslitaleik HM félagsliða sem Real Madrid vann 4-1 í desember 2018. 


Athugasemdir
banner
banner