

„Þetta var fínt bara, við byrjuðum rosalega vel, við ætluðum bara að spila okkar leik og okkur tókst það bara en seinni hálfleikur var svolítið ‘shakey’ en við kláruðum leikinn", sagði Ísabella Eva Aradóttir fyrirliði HK eftir 4-1 sigur á Haukum í 14. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: HK 4 - 1 Haukar
„Þær skoruðu þarna eitt markið og þá sáum við að þær ætluðu að keyra á okkur en við spiluðum bara okkar leik eins og ég segi og kláruðum leikinn", bætti Ísabella Eva við.
HK-ingar hafa átt góðu gengi að fanga í sumar og sitja nú 2. sæti deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili,
„Við ætluðum, sko markmiðin okkar í sumar eru náttúrulega bara að spila okkar leik og við erum svolítið að reyna að pressa ekki á okkur bara spila fótboltann sem við erum góðar í og sjá hvað gerist, við stefnum á fyrstu sætin allavega", sagði Ísabella Eva.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.