Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma er ekki í hóp Paris Saint-Germain fyrir leikinn um Ofurbikar Evrópu á miðvikudag.
PSG, sem unnu Meistaradeildina á síðasta ári, mæta Tottenham, sem fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni, í þessum leik.
PSG, sem unnu Meistaradeildina á síðasta ári, mæta Tottenham, sem fór með sigur af hólmi í Evrópudeildinni, í þessum leik.
Donnarumma fer ekki með PSG í verkefnið þar sem hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið. Kröfur hans eru of háar og PSG hefur ekki náð að endursemja við hann.
Fabrizio Romano segir að Donnarumma muni 100 prósent yfirgefa Parísarfélagið, annað hvort í sumar eða næsta sumar.
PSG keypti Lucas Chevalier frá Lille á dögunum og lítur félagið á hann sem nýjan aðalmarkvörð sinn.
Donnarumma hefur verið orðaður við Manchester United síðustu daga.
Athugasemdir