Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Glasner vill einn eða tvo nýja leikmenn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Oliver Glasner var kátur eftir sigur Crystal Palace gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn sem fór fram í gær.

Palace sýndi flotta frammistöðu gegn Englandsmeisturunum og urðu lokatölur 2-2 eftir nokkuð jafna viðureign. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Í vítakeppninni hafði Palace betur 3-2 eftir nokkrar arfaslakar spyrnur frá stjörnunum í liði Liverpool.

„Ég er mjög ánægður með strákana að þeir hafi unnið þennan titil en áskoranir tímabilsins verða mjög erfiðar. Við erum að spila í Evrópu og það verður mikið af leikjum. Við þurfum að styrkja breiddina í hópnum ef við viljum vera samkeppnishæfir," sagði Glasner meðal annars að leikslokum.

„Við þurfum að bæta kannski bara einum eða tveimur leikmönnum við til þess að vera nógu vel mannaðir. Stjórnendur eru að vinna í því, þeir eru að leita að ákveðnum prófílum sem geta passað við hópinn. Ég er viss um að við krækjum í einhverja leikmenn fyrir gluggalok."

Palace er hingað til búið að næla sér í króatíska vængbakvörðinn Borna Sosa og argentínska markvörðinn Walter Benítez í sumarglugganum.

   10.08.2025 17:27
Henderson: Merkileg stund í sögu félagsins

Athugasemdir
banner
banner