Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Greenwood sagður hafa hrækt á Onana
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: EPA
Það sköpuðust mikil læti í æfingaleik Marseille og Aston Villa á dögunum.

Mason Greenwood, fyrrum leikmaður Manchester United, var ástæðan fyrir látunum en hann tæklaði Amadou Onana, miðjumann Villa.

Breska götublaðið The Sun heldur því fram að Greenwood hafi svo hrækt á Onana sem hafi valdið því að allt sauð upp úr.

Tyrone Mings, varnarmaður Villa, greip í Greenwood og reif treyju hans.

Greenwood, sem skoraði í leiknum, var tekinn af velli stuttu eftir atvikið.

Greenwood var á sínum tíma eitt mesta efni fótboltans en hann var seldur frá Man Utd eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot. Í málinu komu upp myndir og hljóðupptökur en samt var það látið falla niður.



Athugasemdir
banner
banner