Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fer í nýjar viðræður um Baleba
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því að Manchester United ætli aftur í viðræður við Brighton á næstu dögum í tilraun sinni til að festa kaup á miðjumanninum efnilega Carlos Baleba.

Brighton er ekki talið vera reiðubúið til að selja miðjumanninn fyrir minna en 100 milljónir punda en Rauðu djöflarnir ætla að gera nýja tilraun til að krækja í hann.

Baleba er 21 árs gamall en hefur þegar fest sig í sessi sem mikilvægur hlekkur á miðjunni hjá Brighton. Hann er með þrjú ár eftir af samningi og líður vel hjá félaginu en er tilbúinn til að skoða félagaskipti ef tækifærið býðst.

Man Utd þarf líklegast að selja einhverja leikmenn til að fjármagna kaup á Baleba eftir að hafa eytt vænni fúlgu fjárs til að kaupa Benjamin Sesko, Matheus Cunha og Bryan Mbeumo hingað til í sumar án þess að selja neinn leikmann.

Einhverjir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Brighton hafi hafnað tilboði frá Man Utd í Baleba sem innihélt einnig Toby Collyer í skiptum.

   06.08.2025 18:54
Man Utd sýnir Baleba áhuga - Verðmiðinn mjög hár

Athugasemdir
banner
banner