Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 17:24
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Höjlund vera opinn fyrir AC Milan
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Manchester Evening News greinir frá því að danski framherjinn Rasmus Höjlund sé tilbúinn til að samþykkja félagaskipti til AC Milan eftir háværa orðróma undanfarna daga.

Milan hefur verið í viðræðum við Manchester United á dögunum en leikmaðurinn sjálfur virtist ekki hafa áhuga á að færa sig um set. Daninn sagði í viðtölum að hann ætlaði að vera áfram í Manchester til að berjast um sæti í byrjunarliðinu.

Höjlund kom ekki við sögu í æfingaleik gegn Fiorentina um helgina og sér ekki fram á að fá mikinn spiltíma með Rauðu djöflunum á komandi tímabili. Það hefur hjálpað honum við að skipta um skoðun og samþykkja að breyta um félag.

Milan og Man Utd eru að ná saman um kaupverð fyrir Höjlund. Talið er að Milan muni greiða 5 milljónir punda fyrir lánssamninginn, sem mun innihalda 40 milljón punda kaupmöguleika.

United vill hafa kaupskyldu í samningnum á meðan Milan vill kaupmöguleika. Félögin gætu samið um árangurstengda kaupskyldu til að mætast á miðri leið.

Höjlund þekkir vel til í ítalska boltanum eftir að hafa gert garðinn frægan með Atalanta.

   09.08.2025 22:00
Milan í viðræðum um Höjlund

Athugasemdir
banner
banner