Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sigurmark Kolbeins gegn GAIS
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Svansson
Mynd: Elfsborg
Það komu þrír Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í sænska boltanum og var Kolbeinn Þórðarson í aðalhlutverki.

Kolbeinn var í byrjunarliði Gautaborgar á útivelli gegn GAIS og skoraði eina mark leiksins eftir 12 mínútur. Hann fékk boltann í góðri stöðu í vítateignum og gerði vel að klára dauðafærið með marki.

Heimamenn í liði GAIS fengu vítaspyrnu skömmu síðar en klúðruðu henni. Þeir fengu einnig færi til að jafna en tókst ekki að skora svo lokatölur urðu 0-1. Róbert Frosti Þorkelsson var ónotaður varamaður í liði GAIS.

Liðin eru bæði í efri hluta deildarinnar. GAIS er fjórum stigum frá Elfsborg í Evrópusæti, einu stigi fyrir ofan Göteborg.

Elfsborg er í þriðja sætinu sem veitir þátttökurétt í forkeppni Sambandsdeildarinnar næsta haust. Ari Sigurpálsson og Júlíus Magnússon komu báðir inn af bekknum í leik liðsins í dag.

Elfsborg tók þar á móti botnliði Varnamo og urðu lokatölur 2-2 þrátt fyrir umtalsverða yfirburði heimamanna.

Elfsborg er tíu stigum á eftir toppliði Mjällby og aðeins tveimur stigum fyrir ofan AIK í Evrópubaráttunni.

GAIS 0 - 1 Göteborg
0-1 Kolbeinn Þórðarson ('12)
0-1 I. Diabate, misnotað víti ('21)

Elfsborg 2 - 2 Varnamo


Athugasemdir
banner