Belgíski landsliðsmaðurinn Koni De Winter er gríðarlega eftirsóttur víða um Evrópu en hann virðist ætla að enda hjá AC Milan í ítalska boltanum.
De Winter er 23 ára gamall og líst mjög vel á framtíðaráformin hjá Milan. Hann var meðal annars orðaður við FC Bayern, Juventus, Inter og Napoli í sumar. Enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth reyndi einnig að kaupa hann til að fylla í skarðið fyrir Dean Huijsen og Illya Zabarnyi en sú tilraun gekk ekki upp.
De Winter er miðvörður að upplagi sem getur einnig leikið í hægri bakverði eða sem varnartengiliður. Hann kemur úr röðum Genoa og kostar rúmlega 20 milljónir evra.
Leikmaðurinn vill ólmur skipta yfir til Milan og ætlar Genoa ekki að standa í vegi fyrir honum svo lengi sem rétt tilboð berst.
De Winter er búinn að gefa munnlegt samkomulag fyrir samningi hjá Milan og ætti að vera kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins á næstu dögum. Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn á skiptin.
De Winter er keyptur til að fylla í skarðið sem Malick Thiaw skilur eftir sig með félagaskiptum sínum til Newcastle.
27.07.2025 09:40
Einbeittir að því að finna nýjan miðvörð
Athugasemdir