Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   mið 11. september 2019 22:13
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg skoraði tvö með skalla: Get ekki kvartað
Kvenaboltinn
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við spiluðum vel á köflum og að koma til baka og vinna þetta er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-2 endurkomu sigur á Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Berglind Björg skoraði tvö fyrstu mörk Blika en bæði voru þau gullfalleg og skoruð með skalla gegn hávöxnum og sterkum varnarmönnum andstæðinganna.

„Maður hugsar alltaf um hvernig maður getur skorað áður en maður leggst á koddann en tvö mörk með skalla, ég get ekki kvartað. Það er ekki á hverjum degi sem ég skora með skalla,“ svaraði Berglind Björg aðspurð um hvort hún hefði séð mörkin fyrir sér.

Blikar fara með góða stöðu í seinni viðureign liðanna sem spiluð verður 26. september en þær geta þó ekki farið að einbeita sér að þeim leik strax því fyrst þarft að útkljá baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Við þurfum fyrst að hugsa um þennan leik á sunnudaginn á móti Val og svo er Fylkir eftir það og svo getum við farið að hugsa um seinni leikinn,“ sagði framherjinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner