Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   mið 11. september 2019 22:13
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg skoraði tvö með skalla: Get ekki kvartað
Kvenaboltinn
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við spiluðum vel á köflum og að koma til baka og vinna þetta er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-2 endurkomu sigur á Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Berglind Björg skoraði tvö fyrstu mörk Blika en bæði voru þau gullfalleg og skoruð með skalla gegn hávöxnum og sterkum varnarmönnum andstæðinganna.

„Maður hugsar alltaf um hvernig maður getur skorað áður en maður leggst á koddann en tvö mörk með skalla, ég get ekki kvartað. Það er ekki á hverjum degi sem ég skora með skalla,“ svaraði Berglind Björg aðspurð um hvort hún hefði séð mörkin fyrir sér.

Blikar fara með góða stöðu í seinni viðureign liðanna sem spiluð verður 26. september en þær geta þó ekki farið að einbeita sér að þeim leik strax því fyrst þarft að útkljá baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Við þurfum fyrst að hugsa um þennan leik á sunnudaginn á móti Val og svo er Fylkir eftir það og svo getum við farið að hugsa um seinni leikinn,“ sagði framherjinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner