Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
   mið 11. september 2019 22:13
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg skoraði tvö með skalla: Get ekki kvartað
Kvenaboltinn
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við spiluðum vel á köflum og að koma til baka og vinna þetta er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-2 endurkomu sigur á Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Berglind Björg skoraði tvö fyrstu mörk Blika en bæði voru þau gullfalleg og skoruð með skalla gegn hávöxnum og sterkum varnarmönnum andstæðinganna.

„Maður hugsar alltaf um hvernig maður getur skorað áður en maður leggst á koddann en tvö mörk með skalla, ég get ekki kvartað. Það er ekki á hverjum degi sem ég skora með skalla,“ svaraði Berglind Björg aðspurð um hvort hún hefði séð mörkin fyrir sér.

Blikar fara með góða stöðu í seinni viðureign liðanna sem spiluð verður 26. september en þær geta þó ekki farið að einbeita sér að þeim leik strax því fyrst þarft að útkljá baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Við þurfum fyrst að hugsa um þennan leik á sunnudaginn á móti Val og svo er Fylkir eftir það og svo getum við farið að hugsa um seinni leikinn,“ sagði framherjinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner