Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   mið 11. september 2019 22:13
Mist Rúnarsdóttir
Berglind Björg skoraði tvö með skalla: Get ekki kvartað
Kvenaboltinn
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Berglind horfir á eftir boltanum sem hún skallaði í netið í fyrsta marki Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær leikur af okkar hálfu. Við spiluðum vel á köflum og að koma til baka og vinna þetta er náttúrulega bara geggjað,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 3-2 endurkomu sigur á Sparta Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Sparta Prag

Berglind Björg skoraði tvö fyrstu mörk Blika en bæði voru þau gullfalleg og skoruð með skalla gegn hávöxnum og sterkum varnarmönnum andstæðinganna.

„Maður hugsar alltaf um hvernig maður getur skorað áður en maður leggst á koddann en tvö mörk með skalla, ég get ekki kvartað. Það er ekki á hverjum degi sem ég skora með skalla,“ svaraði Berglind Björg aðspurð um hvort hún hefði séð mörkin fyrir sér.

Blikar fara með góða stöðu í seinni viðureign liðanna sem spiluð verður 26. september en þær geta þó ekki farið að einbeita sér að þeim leik strax því fyrst þarft að útkljá baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Við þurfum fyrst að hugsa um þennan leik á sunnudaginn á móti Val og svo er Fylkir eftir það og svo getum við farið að hugsa um seinni leikinn,“ sagði framherjinn öflugi meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner