Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fim 11. september 2025 12:30
Anton Freyr Jónsson
Búið að selja mikinn fjölda miða á úrslitaleik Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Það verður þétt setið í stúkunni á Avisvellinum á Laugardag
Það verður þétt setið í stúkunni á Avisvellinum á Laugardag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Lengjudeildar karla fer fram á Laugardaginn og verður öll leikin klukkan 14:00. Þróttur Reykjavík og Þór mætast í stærsta leik umferðarinnar en sigurliðið í þeim leik tryggir sér beinan farseðil í Bestu deildina að ári. 

Fótbolti.net heyrði í Halli Hallssyni íþróttastjóra Þróttar í vinnslu fréttarinnar og um 1500 miðar hafa verið seldir nú þegar á þennan stórleik. 

„Það eru rúmlega 1500 miðar seldir og við erum að taka stöðuna á hvað við getum selt meira inn á leikinn og erum að vinna í uppsetningu á pallstúkum. Við viljum að sjálfsögðu koma sem flestum fyrir á Laugardaginn," segir Hallur Hallsson í samtali við Fótbolta.net

Leikur Þróttar og Þórs byrjar klukkan 14:00 á laugardaginn og fer fram á Avisvellinum í Laugardal.

laugardagur 13. september

14:00 ÍR-Fylkir (AutoCenter-völlurinn)
14:00 Fjölnir-Leiknir R. (Egilshöll)
14:00 Þróttur R.-Þór (AVIS völlurinn)
14:00 Völsungur-HK (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Njarðvík-Grindavík (JBÓ völlurinn)
14:00 Selfoss-Keflavík (JÁVERK-völlurinn)


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
Athugasemdir
banner