Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 11. nóvember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson valinn í landsliðið - Heaton og Barkley meiddir
Dean Henderson.
Dean Henderson.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur þurft að gera tvær breytingar á landsliðshópi sínum fyrir leikina gegn Svartfjallalandi og Kosóvó í undankeppni EM.

Tom Heaton, markvörður Aston Villa, og Ross Barkley, miðjumaður Chelsea, þurfa að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Dean Henderson, markvörður Sheffield United á láni frá Manchester United, kemur inn í hópinn fyrir Heaton. Þetta er í annað sinn sem Henderson er valinn í enska landsliðið.

Það er enginn kallaður inn í staðinn fyrir Barkley, en Southgate valdi stærri hóp en vanalega vegna þess að nokkrir leikmenn eru tæpir vegna meiðsla.

Enski landsliðshópurinn:

Markverðir: Dean Henderson (Sheffield United), Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley)

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Ben Chilwell (Leicester), Joe Gomez (Liverpool), Harry Maguire (Manchester United), Tyrone Mings (Aston Villa), Danny Rose (Tottenham), John Stones (Manchester City), Fikayo Tomori (Chelsea), Kieran Trippier (Atletico Madrid)

Miðjumenn: Fabian Delph (Everton), Jordan Henderson (Liverpool), James Maddison (Leicester City), Mason Mount (Chelsea), Alex Oxlade-Chamberlain (Liverpool), Declan Rice (West Ham), Harry Winks (Tottenham)

Sóknarmenn: Tammy Abraham (Chelsea), Callum Hudson-Odoi (Chelsea), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Jadon Sancho (Borussia Dortmund), Raheem Sterling (Manchester City), Callum Wilson (Bournemouth)
Athugasemdir
banner
banner