Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 11. nóvember 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Son ræðir við Tottenham um nýjan samning
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: Getty Images
Tottenham er í viðræðum við Son Heung-min um lengri og betri samning. Son hefur sýnt mikinn stöðugleika og stefnir í að hann fari í flokk með launahæstu leikmönnum félagsins.

Son er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og hefur leikið næstum 250 leiki fyrir félagið síðan hann kom frá Bayer Leverkusen í ágúst 2015 fyrir 22 milljónir punda.

Núgildandi samningur þessa 28 ára leikmanns er út 2023 en Tottenham vill fá hann til að framlengja.

Samkvæmt Guardian vill Son framlengja hjá Tottenham, honum líður vel hjá félaginu og samband hans við Jose Mourinho er sterkt. Þá hefur samvinna hans og Harry Kane í sónarleiknum verið mögnuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner