Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 11. desember 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Ibe fyrir dómstól - Keyrði á dyrnar á kaffihúsi
Jordon Ibe, kantmaður Bournemouth, þarf að mæta fyrir rétt í febrúar næstkomandi.

Ibe er sakaður um að hafa keyrt af vettvangi eftir að hann ók á dyrnar á kaffihúsi í London.

Ibe var á ferð á Bentley bifreið sinni klukkan 04:50 um morgun þegar hann keyrði á dyrnar á kaffihúsinu en hann lenti einnig á Mercedes bifreið sem var lagt fyrir utan.

Þessi fyrrum leikmaður Liverpool hefur verið ákærður fyrir að flýja af vettvangi og að aka ógætilega.

Bentley bifreið Ibe fór illa út úr árekstrinum en hann ók af vettvangi nokkrum mínútum eftir að hann klessti á. Dómstólar munu nú ákveða refsingu yfir honum.
Athugasemdir
banner