Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   sun 11. desember 2022 23:38
Brynjar Ingi Erluson
Benzema sendir stuðningskveðju á Frakka - „Þetta er næstum því komið"
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema hefur verið fremur hljóðlátur á meðan HM hefur verið í gangi en loks sent franska landsliðinu stuðning sinn.

Benzema, sem vann hinn eftirsótta gullknött stuttu fyrir HM, meiddist í leik með Real Madrid og var þá ljóst að hann myndi ekki ná mótinu í Katar.

Hann, Paul Pogba og N'golo Kanté voru meðal þeirra sem fóru ekki með á HM.

Benzema hafði lítið sagt um franska liðið á mótinu en hann sendi stuðning sinn á samfélagsmiðlum í kvöld.

„Koma svo strákar. Tveir leikir í viðbót, þetta er næstum því komið. Ég styð ykkur, koma svo“ sagði Benzema.


Athugasemdir
banner