Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
   fös 22. ágúst 2025 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gerði flotta hluti á reynslu hjá SJK
Mynd: Erling Ormar Vignisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Logi Erlingsson, 16 ára fótboltastrákur hjá Breiðabliki, var á reynslu hjá akademíuhóp SJK í Finnlandi á dögunum sem æfir undir stjórn Paulo Lopes - þaulreyndum þjálfara sem kemur úr herbúðum Benfica.

Kristófer hefur æft með Breiðabliki síðastliðin sex ár eftir að hafa alist upp í Svíþjóð í sjö ár þar á undan. Hann var í liði Breiðabliks sem varð Íslands- og bikarmeistari í 4. flokki árið 2023 og var partur af liðinu sem náði glæsilegum árangri á Gothia Cup í sumar.

Þar enduðu Blikar í 5.-8. sæti í U16 ára strákaflokki og sigruðu meðal annars Ganverjana úr Right to Dream akademíunni heimsfrægu.

Hjá SJK æfði Kristófer með 17-19 ára gömlum strákum þar sem má meðal annars finna nokkra unglingalandsliðsmenn úr röðum Finna og stendur markvörður U20 landsliðs Nígeríu á milli stanganna.

SJK hafði fylgst með Kristófer síðan í vor og hreifst enn frekar af honum á Gothia Cup í sumar. Þar gerði hann gott mót ásamt jafnaldra sínum Þóri Erik Atlasyni sem fór til Slavia Prag á reynslu fyrr í ágúst.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net stóð Kristófer sig vel í Finnlandi.

Undir lok júlímánaðar kynnti SJK til sögunnar nýjan þjálfara akademíunnar: Paulo Lopes, fyrrum markvörð úr röðum Benfica sem var síðar þjálfari í akademíu Benfica til sex ára. Þar var hann meðal annars hluti af þjálfarateyminu sem sigraði UEFA Youth League og Álfukeppni U20 liða.

Ráðning Paulo er hluti af aðgerðum SJK til að efla enn frekar áherslu á þróun ungra leikmanna. Félagið hefur lýst yfir markmiði sínu að móta skýran farveg fyrir efnilega leikmenn og efla tenginguna á milli akademíu og meistaraflokka SJK sem leika í efstu deildum Finnlands.

   06.08.2025 16:00
Ungur Bliki á reynslu hjá Slavia Prag

Athugasemdir
banner
banner