Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 12. janúar 2021 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langt síðan Man Utd endaði dag á toppnum eftir eins marga leiki
Mynd: Getty Images
Manchester United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Burnley á útivelli í kvöld.

Það var Paul Pogba sem skoraði eina mark leiksins á 71. mínútu með skoti sem fór af varnarmanni og inn.

Man Utd er á toppnum með þriggja stiga forskot á erkifjendur sína í Liverpool sem eru í öðru sæti. Þessi lið mætast næstkomandi sunnudag í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu.

Það hefur ekki gerst oft á undanförnum árum að United sé á toppi deildarinnar. Tölfræðisnillingarnir hjá Opta segja frá því að þetta sé í fyrsta sinn síðan á lokadegi tímabilsins 2012/13 að United endi dag á toppnum eftir að hafa að minnsta kosti spilað 17 leiki.

Man Utd varð Englandsmeistari 2013 en það var síðasta tímabil Sir Alex Ferguson sem knattspyrnustjóra Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner