banner
   mið 12. janúar 2022 23:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðsfélagi Kwame Quee slær í gegn
Kwame Quee er leikmaður Síerra Leóne.
Kwame Quee er leikmaður Síerra Leóne.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Mohamed Kamara fór á kostum í fyrsta leik Síerra Leóne í Afríkukeppninni.

Síerra Leóne náði óvænt í jafntefli gegn sterku liði Alsír. Kamara var stór ástæða fyrir því að leikurinn endaði markalaus. Hann átti stórleik á milli stanganna.

Kamara varði nokkrum sinnum vel og var hann óhræddur við það að koma út úr teignum til að skalla eða tækla.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið stærsta augnablikið á ferli hins 22 ára gamla Kamara. Hann spilar enn í heimalandi sínu með East End Lions.

Eftir leik fékk hann verðlaun fyrir að vera maður leiksins. Hann felldi nokkur tár við að fá viðurkenninguna, var það augljóst hversu stórt þetta var fyrir hann.

Kwame Quee, fyrrum leikmaður Breiðabliks, Víkings R. og Víkings Ó. er liðsfélagi Kamara hjá Síerra Leóne.

Markvörðurinn hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner