Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. febrúar 2020 23:00
Aksentije Milisic
Sagt að Allegri taki við ensku liði - Neitar Juventus og AC Milan
Mynd: Getty Images
Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá er Massimiliano Allegri að fara taka við stórliði í ensku úrvalsdeildinni næsta sumar. Ítalinn yfirgaf Juventus eftir síðasta tímabil þar sem hann vann deildina fimm sinnum á fimm árum.

Orðrómar hafa gengið um að Maurizio Sarri sé valtur í sessi hjá Juventus en talið er að bæði Juventus og AC Milan vilji fá Allegri til sín. Hann er sagður ætla hafna báðum félögunum.

Þessi 52 ára gamli þjálfari vill ekki snúa aftur til Juventus og heldur ekki til Milan. Ekki er vitað hvaða lið það er sem Allegri virðist vera ræða við á Englandi en Manchester United hefur mikið verið orðað við hann.

Hann var einnig mikið orðaður við Arsenal þegar Unai Emery var rekinn en ekkert varð úr því eftir að Mikel Arteta tók við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner