Stjarnan vann í dag sigur gegn varaliði enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford.
Þetta var síðasti æfingaleikur Stjörnunnar í æfingaferð á Spáni en liðið hafði tapað gegn Viborg frá Danmörku og gert jafntefli við Polissya Zhytomyr frá Úkraínu fyrir þennan leik í dag.
Þetta var síðasti æfingaleikur Stjörnunnar í æfingaferð á Spáni en liðið hafði tapað gegn Viborg frá Danmörku og gert jafntefli við Polissya Zhytomyr frá Úkraínu fyrir þennan leik í dag.
Emil Atlason, markakóngur Bestu deildarinnar, kom Stjörnunni á bragðið um miðbik fyrri hálfleiks og bætti hann við öðru marki eftir rúmlega klukkutíma leik. Daníel Finns Matthíasson gerði þriðja mark Stjörnunnar.
Brentford minnkaði muninn en komst ekki lengra og lokatölur 3-1 fyrir Stjörnuna.
Hilmar Árni Halldórsson átti tvær stoðsendingar í liði Stjörnunnar.
Byrjunarlið Stjörnunnar: Árni Snær Ólafsson; Andri Adolphsson, Daníel Laxdal, Sindri Þór Ingimarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson; Örvar Eggertsson, Jóhann Árni Gunnarsson, Hilmar Árni Halldórsson, Helgi Fróði Ingason; Adolf Daði Birgisson; Emil Atlason.
Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir