Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. mars 2020 00:01
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Skil ekki hvers vegna þeir spila svona fótbolta
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var svekktur eftir að Liverpool var slegið úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli fyrr í kvöld.

Liverpool var í góðri stöðu eftir mark Roberto Firmino á 93. mínútu en gestirnir náðu að skora mikilvægt útivallarmark skömmu síðar. Klopp telur þreytu hafa haft mikil áhrif á sína menn í framlengingunni.

„Það var ekki svalt þegar þeir skoruðu fyrsta markið. Það var skellur en ekki stórt vandamál. Þegar þeir skoruðu annað markið þá var þetta orðið stórt vandamál," sagði Klopp að leikslokum.

„Eftir seinna markið virkuðu strákarnir mjög þreyttir. Allt sem var eðlilegt fyrstu 90 mínúturnar varð mun erfiðara og stífara. Fyrirgjafir og sendingar urðu verri.

„Ég er algjörlega sáttur með frammistöðu strákanna, það er mjög erfitt að spila við svona lið."


Klopp segist ekki skilja hvers vegna Atletico spilar svona varnarsinnaðan fótbolta þrátt fyrir að vera með afar gæðamikla leikmenn innanborðs.

„Ég skil ekki hvers vegna þeir spila svona fótbolta með gæðin sem þeir hafa í liðinu. Þeir gætu spilað almennilegan fótbolta en velja frekar að spila djúpt niðri og beita skyndisóknum.

„Við samþykkjum auðvitað þennan leikstíl en þetta er ekki rétt í kvöld. Ég átta mig á því að ég á erfitt með að tapa, sérstaklega þegar strákarnir skila inn svona góðri frammistöðu gegn andstæðingum í heimsklassa.

„Okkar helstu mistök í kvöld voru seinna markið, við áttum að skora það í venjulegum leiktíma og gera út af við leikinn. Við vorum frábærir í venjulegum leiktíma en fengum fáránleg mörk á okkur í framlengingunni.

„Við erum úr leik í kvöld en við munum snúa aftur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner