Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 12. mars 2020 14:06
Elvar Geir Magnússon
Leicester staðfestir grun um smit í leikmannahópnum
Þrír leikmenn enska úrvalsdeildarliðsins Leicester eru komnir í sóttkví eftir að þeir fengu einkenni kórónaveirunnar. Brendan Rodgers, stjóri Leicester, staðfesti þetta á fréttamannafundi rétt í þessu.

Aukin pressa er á ensku úrvalsdeildina að fresta leikjum frekar en að leika fyrir luktum dyrum, eins og gert hefur verið á Spáni og Ítalíu.

„Þessi leikur snýst um leikmennina og stuðningsmennina. Ef það vantar annan hópinn þá er þetta ekki sami leikur," segir Rodgers.


Athugasemdir
banner