Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldinho gæti spilað í fangelsismóti í Paragvæ - Má ekki skora
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Ronaldinho er í fangelsi í Paragvæ þessa dagana eftir að hann var gripinn með falskt vegabréf.

Fangelsismót í fótbolta hófst sama dag og Ronaldinho var færður í fangelsið og nú eru fyrirliðar fótboltaliðanna að keppast um að fá fótboltasnillinginn í sitt lið.

Hann hefur fengið leyfi til að taka þátt í mótinu með einu skilyrði - hann má ekki skora sjálfur.

Ronaldinho er sagður hafa verið jákvæður fyrir mótinu í fyrstu en nú virðast talsvert minni líkur á að hann taki þátt. Hann er ósáttur með hvernig mál hans hefur verið höndlað af réttarkerfinu í Paragvæ og vill því ekki gefa kost á sér fyrir þetta mót.

Fréttamaðurinn Iván Leguizamón hefur verið að fylgjast með Ronaldinho í fangelsinu og vill ekki útiloka að hann taki þátt í þessu móti. Leikið er innanhúss og eru fimm leikmenn í liði.
Athugasemdir
banner