Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. mars 2023 18:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: Óskar Örn sá um Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Vestri 0-2 Grindavík
Mörk Grindavíkur: Óskar Örn Hauksson x2.


Vestri og Grindavík áttust við í síðasta leik riðils 1 í A deild Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag. Bæði lið voru með eitt stig fyrir leik dagsins.

Grindavík komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik en Óskar Örn Hauksson skoraði af vítapunktinum. Hann fékk sjálfur vítið eftir að hann hafði verið rifinn niður í teignum.

Staðan var 1-0 í hálfleik en Óskar Örn gulltryggði sigurinn með marki á 67. mínútu. Hann fékk sendingu frá Einari Karli Ingvarssyni og lék á  Gustav Kjeldsen áður en hann setti boltann í netið.

Grindavík endar því í næst neðsta sæti með 4 stig en Vestri á botninum með eitt stig.


Athugasemdir
banner