Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 12. mars 2023 21:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Patrik hafði betur gegn Kristal - Hörður Björgvin vann Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images

Íslendingar voru í eldlínunni þegar 16 liða úrslitum í norska bikarnum lauk í kvöld.


Sogndal tapaði 2-1 gegn Lilleström en Jónatan Ingi Jónsson lagði upp mark Sogndal þegar liðið jafnaði metin eftir um hálftíma leik. Valdimar Þór Ingimundarson var einnig í byrjunarliðinu en Hörður Gunnarsson kom inn á sem varamaður.

Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Tromsö sem lagði Start eftir vítaspyrnukeppni en Bjarni Mark Antonsson var ekki í leikmannahópi Start.

Nú rétt í þessu lauk Íslendingaslag milli Viking og Rosenborg þar sem Viking hafði betur 2-0. Patrik Gunnarsson stóð á milli stangana hjá Viking og Kristall Máni Ingason var í byrjunarliði Rosenborg. Ísak Snær Þorvaldsson er frá vegna meiðsla.

Íslendingaslagur á Grikklandi

Það eru margir Íslendingar að spila á Grikklandi en Artomitos og Panathinaikos mættust þar í Íslendingaslag í dag.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Panathinaikos sem vann leikinn 2-0. Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson komu báðir inn á sem varamenn í liði Atromitos.

Crete tapaði 2-0 gegn Levadiakos en Guðmundur Þórarinsson var vinstra megin í þriggja manna hafsentakerfi Crete í dag. Þá var Sverrir Ingi Ingason fjarverandi í 1-0 sigri PAOK gegn Violos.

Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 61 stig eftir 26 leiki. Paok er í 4. sæti með 54 stig, Atromitos í því 8. með 29 stig og Crete sæti neðar með 26 stig.


Athugasemdir
banner
banner