Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukka að Króatinn hafi ekki komið - „Er alveg tilbúinn að setja þá pressu á hann"
Erik Tobias Sandberg.
Erik Tobias Sandberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég sé alveg fram á að hann verði einn af fimm bestu hafsentum deildarinnar í sumar'
'Ég sé alveg fram á að hann verði einn af fimm bestu hafsentum deildarinnar í sumar'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í vetur var ÍA nálægt því að krækja í króatískan miðvörð, reynslubolta að nafni Marin Ljubicic, en ekkert varð úr því að hann kæmi til félagsins. Hann fékk annað tilboð sem hann ákvað að taka.

Í staðinn samdi ÍA við norska miðvörðinn Erik Tobias Sandberg, sem var á sínum tíma einn efnilegasti miðvörður Evrópu. Það fer gott orð af Sandberg upp á Skaga.

„Þvílík lukka að þessi Króati hafi ákveðið að taka eitthvað annað gigg þarna úti," sagði Sverrir Mar Smárason, stuðningsmaður ÍA, í Niðurtalningunni hér á Fótbolta.net fyrir tímabilið.

„Þeir eru búnir að vera með Erik Tobias í sigtinu í meira en ár. Ég veit að Arnór (Smárason) vildi fá hann fyrir síðasta tímabil. Þeir spiluðu saman í Lilleström og það er tengingin sem hann hefur upp á Skaga, og fyrst og fremst ástæðan fyrir því að hann kemur inn á borðið."

„Þegar þessi Króati klikkar er Arnór búinn að vera að spjalla við Erik. Hann fer inn á skrifstofu og spyr hvort við eigum ekki að fá þennan gæja. Hann kom í heimsókn og það þurfti ekki meira en hálftíma og þá voru menn seldir á hann," sagði Sverrir og bætti svo við:

„Ég sé alveg fram á að hann verði einn af fimm bestu hafsentum deildarinnar í sumar og ég er alveg tilbúinn að setja þá pressu á hann."

Andri Júlíusson, fyrrum sóknarmaður ÍA, var einnig í þættinum. „Hann er með flottan feril og er flottur leikmaður, en við hjá ÍA erum líka að fá inn toppmenn og sterkar persónur. Það eru engir stjörnustælar í Erik þó hann sé vinur Haaland. Krakkarnir koma til hans og hann tekur sjálfur, áritanir og spjallar. Hann er alveg niður á jörðinni," sagði Andri. „Að þessir leikmenn séu að verða Skagamenn er líka mjög mikilvægt."

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Athugasemdir
banner
banner
banner