Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fös 12. apríl 2024 10:19
Elvar Geir Magnússon
Neymar límdur við póker í fögnuði fyrir dóttur hans
Mynd: Skjáskot
Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar fær að heyra það á samfélagsmiðlum eftir að myndband birtist frá fögnuði fyrir dóttur hans. Á meðan verið var að fagna stelpunni var Neymar með augun límd á símann sinn þar sem hann var að spila póker á netinu.

Verið ver að fagna því að dóttir hans, Mavie, væri orðin sex mánaða gömul en hún fékk þó ekki fulla athygli föður síns sem var límdur við pókerborðið í símanum.

Neymar leikur í dag fyrir Al-Hilal í Sádi-Arabíu en hann hefur áður viðurkennt að vera mikill pókerspilari og það sé leikur sem hann 'geti ekki fengið nóg af'. Hann hyggist jafnvel gerast atvinnumaður í póker þegar fótboltaskórnir verða komnir upp á hilluna.


Athugasemdir
banner