Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 12. maí 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjóða Rice samning til átta ára - Fengi mjög góð laun
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
West Ham ætlar að gera allt til að halda í miðjumanninn Declan Rice sem verður eftirsóttur í sumar.

Enski landsliðsmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Chelsea og Manchester United.

Rice er búinn að hafna nokkrum samningstilboðum frá West Ham en félagið er ekki búið að gefast upp í baráttunni um að halda leikmanninum.

Talksport segir frá því að nýjasta tilboð West Ham sé samningur sem gildir í átta ár - hvorki meira né minna. Ef Rice skrifar undir það, þá er félagið tilbúið að bjóða honum 200 þúsund pund vikulaun og verður hann þá langlaunahæsti leikmaður félagsins.

Átta ár er langur tími og ekki oft sem leikmenn gera það langa samninga, alls ekki - enda er það mikil skuldbinding fyrir leikmanninn. En West Ham vill halda honum og það lengi.

Núgildandi samningur Rice rennur út 2024 og ætlar West Ham ekki að selja hann í sumar, nema fyrir 150 milljónir punda. Ef sú upphæð berst, þá yrði hann næst dýrasti leikmaður sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner