Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. maí 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR fær sænskan markvörð (Staðfest)
Mynd: Örebro
KR hefur fengið sænskan markvörð fyrir átökin í Bestu deildinni í sumar. KR hefur byrjað tímabilið illa, liðið er stigalaust eftir þrjár umferðir eftir að hafa unnið Lengjudeildina í fyrra.

KR hefur skorað eitt mark og fengið á sig ellefu í upphafi móts. Í dag fékk Cornelia Baldi Sundelius leikheimild með liðinu og má spila gegn Breiðabliki í fjórðu umferðinni á morgun.

Cornelia er fædd árið 1999 og hefur leikið með Eskilstuna, Örebro og Norrköping í Svíþjóð og finnska liðinu Åland United.

Í fyrra var hún varamarkvörður Norrköping í næstefstu deild í Svíþjóð.

Á síðustu dögum hafa þær Marcella Marie Barberic og Rasamee Phonsongkham fengið leikheimild með KR og gætu einnig spilað í fjórðu umferðinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner