Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. júní 2021 14:56
Victor Pálsson
EM: Jafnt hjá Wales og Sviss
Bale lék allan leikinn fyrir Wales.
Bale lék allan leikinn fyrir Wales.
Mynd: EPA
Wales 1 - 1 Sviss
0-1 Breel Embolo ('49 )
1-1 Kieffer Moore ('74 )

Fyrsta leik dagsins í EM alls staðar var nú að ljúka en Wales og Sviss áttust þá við á Olympíuvellinum í Baku.

Þessi tvö lið leika í riðli með Tyrklandi og Ítalíu en þau lið mættust í opnunarleiknum í gær sem Ítalía vann sannfærandi, 3-0.

Það var jafntefli á boðstólnum í fyrsta leik dagsins en tveir leikir eru svo framundan klukkan 16:00 og 19:00.

Sviss tók forystuna á 49. mínútu seinni hálfleiks er Breel Embolo kom knettinum í netið.

Staðan var 1-0 þar til á 74. mínútu er Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Wales eftir undirbúning Joe Morrell.

Bæði lið fengu því eitt stig úr sínum fyrsta leik í riðlakeppninni sem verður að teljast nokkuð sanngjarnt.
Athugasemdir
banner
banner